Þátturinn Undralandið á FM Trölla, í umsjá Andra Hrannars Einarssonar fellur niður að minnsta kosti í dag vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Stúdíó 2 er í Maspalomas á Gran Canaria þar sem Andri Hrannar býr hluta úr ári. Verið er að taka húsið í gegn þar sem Andri býr með tilheyrandi látum, sem eru það mikil í dag að Andri Hrannar heyrir ekki einu sinni í sjálfum sér.

Undralandið fer í loftið um leið og lætin verða um garð gengin, vonandi á þriðjudaginn næstkomandi.

Eins og sjá má er mikið um að vera fyrir utan heimili Andra Hrannars