Pizzabotn

 • 1 tsk sykur
 • 2 msk matarolía
 • 2 dl vatn (37°heitt)
 • 1 tsk ger
 • 1/2 tsk salt
 • 400 gr hveiti

Hráefnið er sett í skál í þessari röð og hnoðað vel saman. Farið varlega í hveitið, ég mæli það aldrei heldur set það smá saman út í þar til deigið sleppir skálinni. Leyfið deiginu að hefast á meðan áleggið er tekið til og ofninn hitaður.

Álegg

 • salsasósa
 • mexíkóostur, rifinn
 • pepperóní (kjarnafæði)
 • rauðlaukur
 • maísbaunir
 • rjómaostur
 • mozzarellaostur, rifinn
 • sýrður rjómi
 • nachos (okkur finnst svart Doritos best)

Hitið ofninn í 220°. Þegar deigið hefur fengið að hefast aðeins þá er því skipt niður í eins marga bita og þú ætlar að hafa pizzurnar.  Fletjið deigið út, setjið salsasósu yfir botninn og rífið mexíkóostinn yfir. Leggið pepperóni, rauðlauk og maísbaunir yfir. Setjið smá klípur af rjómaosti vítt og dreift yfir pizzuna og endið á að setja rifinn mozzarellaost yfir herlegheitin. Bakið í ofninum þar til osturinn er bráðinn og komin fallegur litur á pizzuna. Takið pizzuna úr ofninum, setjið sýrðan rjóma og gróft mulið nachos yfir pizzuna.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit