Lokatölur eru komnar frá Fjallabyggð og var kjörsókn 74,6%.

Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 1.549. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.

A-listi Jafnaðarfólks og óháðra: 36,2% með þrjá fulltrúa, þau Guðjón Ólafsson, Sæbjörgu Ágústsdóttur og Arnar Stefánsson.
D-listi Sjálfstæðisflokks, 32,3%: með tvo fulltrúa, þau Sigríði Guðrúnu Hauksdóttur og Tómas Atla Einarsson
H-listi Fyrir heildina, 31,5%: með tvo fulltrúa, þá Helga Jóhannsson og Þorgeir Bjarnason.

Sjálfstæðisflokkurinn og Betri Fjallabyggð mynduðu fimm manna meirihluta eftir kosningar 2018, H-listi Fyrir heildina var með tveggja manna minnihluta.