Vakin er athygli á að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 24. maí nk.

Fjallabyggð auglýsir eftir aðila/aðilum til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní 2022.
Verkefnið er tilvalið fyrir félagasamtök eða hópa til fjáröflunar.

Til greina kemur að sami aðili hafi umsjón með framkvæmd hátíðarhalda í báðum byggðarkjörnum eða öðrum.

Umsjónaraðila er ætlað að leggja  upp með fjölbreytta fjölskyldudagskrá þar sem allir aldurshópar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.

Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum eða ganga til samkomulags við hvaða umsækjanda sem er.

Við val á umsækjanda verður horft til  samsetningu og fjölbreytileika dagkrár ásamt áætluðum kostnaði.

Samkomulag verður gert fyrir árið 2022 með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.

Frestur til að skila inn umsókn er til og með 24. maí 2022. Umsókn skal skila gengum rafræna Fjallabyggð (Íbúagátt).  

Nánari upplýsingar veita Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála á netfangið rikey@fjallabyggd.is eða Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is

Mynd/Fjallabyggð