Svo virðist sem að óprúttinn aðili hafi náð stjórn á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra fyrr í morgun.

Nafni síðunnar var breytt nú rétt fyrir hádegi en lítið er vitað um málsatvik eins og stendur.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu fyrir skömmu.

Hæ, hverjir voru hakkaðir. VIÐ.
Við staðfestum það að óprúttnir aðilar náðu aðgangi að síðunni okkar um stund og breyttu nafninu á henni. Starfsemi okkar er uppskipt að miklu leyti og gríðarlegt álag þessa dagana.
Það er búið finna út leiðina að þessu sinni, hvernig þetta gerðist.
Við hvetjum fólk að þessu tilefni til að huga vel að hinum ýmsu tölvutengdum öryggisatriðum og slaka ekki á þeim.
Þökkum þeim sem að létu okkur vita en það er óvíst að eins margir hefðu látið okkur vita á morgun.

Síðan eins og hún leit út í morgun, nú er hún komin í lag.