Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13 – 15

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Við ætlum að gefa “Brunch” fyrir tvo frá Harbour House, sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma. Svo geta allir hinir sem ná ekki inn fengið rúnstykki og bakkelsi á Harbour House frá kl. 09 á sunnudagsmorgnum.

Hlustenda sími FM Trölla er 5800.580 ekki vera feimin að hringja í okkur, Bidda gat það !

Tröllahjónin eru snillingar í selfie

 

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

 

Tröllahjónin