Bókasafn Fjallabyggðar bíður yngstu lesendur alveg sérstaklega velkomin í safnið.

Í bókasafninu á Siglufirði er sérstakur leikkrókur fyrir börnin og gott úrval barnabóka.

Nú hefur bæst í hópinn skemmtilegur krókódíll (bókakassi), sem gerir aðgengi fyrir börnin spennandi og geta yngstu börnin sótt sér bækur alveg sjálf án hjálpar.

Enn vantar nafn á krókódílinn og er óskað eftir tillögum að nafni, þar til hann fær nafn verður hann nefndur Krókó.

Mynd: Hrönn Hafþórsdóttir