Drög að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Gnýfara á Ólafsfirði var sendur félaginu.

Bæjarráð samþykkir að styrkupphæðin verði hækkuð um 100.000 kr. og verði samtals 1.200.000 kr. á samningstímabilinu en samningurinn er gerður til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2018 að upphæð kr. 100.000. við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hópur barna og unglinga úr hestamannafélaginu Glæsi. Mynd tekin þegar þau tóku þátt í sýningunni,
Æskan og hesturinn

Myndir: Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir
Frétt fengin af vef: Fjallabyggðar