Málefni Suðurgötu 49 á Siglufirði voru tekin fyrir á 226. fundi í skipulags og umhverfisnefnd og staðfest á 555. fundi bæjarráðs.

Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

20. 1805011F – Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar – 226. fundur – 14. maí 2018
20.1. 1803019 – Endurnýjun byggingarleyfis-Suðurgata 49 Siglufirði
Erindi dagsett 7. mars 2018 þar sem Hörður Þór Rögnvaldsson f.h. Ikaup ehf. sótti um endurnýjun byggingarleyfis vegna breytinga á húsi við Suðurgötu 49 á Siglufirði, var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar bárust frá sex aðilum.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. apríl sl. var tæknideild falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Lögð fram svör við innsendum athugasemdum.
Niðurstaða 226. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Eitt af því sem einkennir mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar, eru kantaðir steypuhnallar á gaflbrúnum húsanna.
Nefndin telur mikilvægt að varðveita þetta einkenni frá húsum þessa tíma og gerir þá kröfu að teikningum verði breytt þannig að útlit og form steypuhnalla (brandmúr) á göflum hússins haldi sér. Að öðru leyti samþykkir nefndin umsókn um byggingarleyfi.
Niðurstaða þessa fundar

Afgreiðsla 226. fundar skipulags og umhverfisnefndar staðfest á 556. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Sjá fyrri frétt Trölla.is um málefni Suðurgötu 49 á Siglufirði: Spenna á Suðurgötunni

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir