Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að starfsmanni í bókhald og almenn skrifstofustörf á Hvammstanga.

Helstu verkefni eru umsjón og færsla bókhalds samtakanna, skjalavarsla, almennt skrifstofuhald og ýmiskonar aðstoð við framkvæmdastjóra. Um 50% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, viðurkenndur bókari er kostur.
  • Haldbær reynsla af færslu bókhalds í Navision bókhaldskerfi eða sambærilegum kerfum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nákvæmni og greiningarhæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega á Excel.
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2020.

Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Capacent.