Laugardaginn 19. maí mun hljómsveitin Stjórnin halda tónleika á Rauðku.

Í tilefni þess mun Andri gefa tvo miða í þættinum Undralandið á FM Trölla.

Einhvern tíma milli 13.00 og 16.00 föstudaginn 18. maí mun Andri spila lag með Stjórninni og þá gefst hlustendum tækifæri á að hringja inn í þáttinn og svara laufléttum spurningum um Stjórnina og meðlimi hennar.

Það margborgar sig að hlusta á Undralandið á Trölla föstudaginn 18. maí frá kl 13.00 til 16.00 og freista þess að næla sér í miða á Stjórnina.

Síminn í stúdíói Trölla er 477 1037