Í gær var í fyrsta skipti hægt að fá subs á Siglufirði. Var það Vídeóval sem hóf sölu á þessum girnilega brauðrétti sem er hitað í þar til gerðum ofni sem nefnist TurboChef, má þar nefna að stórkeðjan Subway notar hann fyrir sínar vörur.

Gestum Vídeóvals var boðið upp á smakk og var það einróma álit þeirra sem smökkuðu að þetta væri æðislega gott.

Til að byrja með verður hægt að fá þrjár gerðir af subs, nautasubs með svissuðum lauk, osti og bernaisesósu, kjúklingasubs með osti, gulum baunum og sinnepsósu og pepperonisubs með skinku, osti og sinnepssósu.

 

Kjúklingasubs á leið í ofninn

 

Girnilegt kjúklingasubs

 

Svala Júlía Ólafsdóttir tilbúin með subs til sölu

 

Vídeóval er til húsa að Tungötu 11, Siglufirði