Lagðar voru fram umsagnir Stangveiðifélags Siglufjarðar á 756. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar og Valló ehf., dags. 18.08.2022 um það samkomulag sem gert var er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.

Bæjarráð samþykkir að fara að tilmælum umsagna Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló.

Eftirfarandi reglur skulu því áfram gilda:

1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli er 3 fiskar á dag.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðidagbók sem staðsett er við Hólsbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsá.
Bæjarstjóra falið að láta útbúa skilti og koma fyrir á aðgengilegum og sýnilegum stað við ána.

Mynd/Ingvar Erlingsson