Seinni Ævintýravika Ungmennafélagsins Glóa í sumar er fyrir börn fædd 2014 – 2016 og er á Siglufirði dagana 25. – 29. júlí.

Dagskrá er frá kl. 10 – 12 þessa daga og taka börnin þátt í ýmsum spennandi ævintýrum, má t.d. nefna, leiki og þrautir, fjöruferð, safnaferð, skógarferð o.fl. Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóð á hverjum morgni kl. 10.00.

Muna þarf að hafa börnin klædd eftir veðri og með smá nesti með sér hvern dag.

Umsjónarmaður er Þórarinn Hannesson íþróttakennari og Kristín Anna Guðmundsdóttir þroskaþjálfi er til aðstoðar.

Skráning er með skilaboðum á facebooksíðu Umf. Glóa og nánari upplýsingar má sjá þar.

Barnamenningarsjóður styrkir Ævintýravikurnar í ár í tengslum við verkefnið Barnamenning á Ljóðasetri.

Mynd/Umf. Glói.