Veistu hvað ? á tíu tungumálum

Fyrir nokkrum árum gaf Eining- Iðja út bæklinginn „Veistu hvað við getum gert fyrir þig?“ á sjö tungumálum, íslensku, dönsku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og þýsku.

Nú er búið að þýða bæklinginn yfir á arabísku, tælensku og rúmensku og eru þeir í prentun. Bæklingana 10 má fá á skrifstofum félagsins en einnig má finna þá hér á heimasíðu félagsins.

Í þessum bæklingi er m.a. fjallað á stuttan hátt um sjúkrasjóðinn, orlofssjóðinn og fræðslusjóðinn. Svarað er spurningunni „Af hverju stéttarfélög“. Fjallað er um trúnaðarmenn og til hvers þeir eru. Útskýrt hvað kjarasamningur er og sagt frá hverjir helstu kjarasamningar félagsins eru.

Þá er sagt frá hvað félagsgjaldið færir viðkomandi og útskýrt er félagafrelsi, en launamönnum er frjálst að standa utan stéttarfélaga, þ.e. að gerast ekki fullgildir félagsmenn. Þá eru þeir aukafélagar þar sem vinnu-veitendum ber að greiða af öllum starfsmönnum sem vinna eftir kjarasamningum félagsins.

Aukafélagar borga en hafa engin réttindi! Borgar það sig?