Fasteignamiðlun kynnir eignina Hafnartún 4, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0302 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hafnartún 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0302, birt stærð 165.6 fm. Sjá myndir og verð: HÉR

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 690 7282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing:

Um er að ræða eign á annarri hæð í tvíbýli með frábæru útsýni úr stofu og eldhúsgluggum. Bílskúr er á neðri hæð með góðri geymslu, sér þvottahúsi og stóru sameignarrými. Innangengt er frá neðri hæð og upp á efri hæð. Sameiginlegur inngangur er á annarri hæð eignarinnar í bíslagi með svörtu steinateppi á gólfi. Gengið er inn í íbúðina í flísalagða forstofu með ágætis fatahengi. Fljótandi harðparket er á gólfi eignarinnar. Eldhús er upprunalegt  með ljósri innréttingu og borðplötu. Búið er að skipta um lagnir í eldhúsi og baði. Búr er inn af eldhúsi aflokað með hillum. Stór stofa með miklu gluggarými og aðgengi að flísalögðum svölum. Þrjú svefnherbergi eru í eigninni misstór. Í hjónaherbergi er stór fataskápur og aðgengi út á svalir. Baðherbergi var tekið í gegn fyrir einhverjum árum og þá sett aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar eru á gólfum og veggjum á baðherbergi. Sturtuklefi, klósett, vaskur og hvít innrétting. Sér þvottahús er á neðri hæð með lökkuðu gólfi og hvítum innréttingum. Geymsla er með góðu hilluplássi og lökkuðu gólfi. Stór sameign er einnig á neðri hæð með miklu geymsluplássi og vagna og hjólageymslu. Tröppur að utan og þak var endurnýjað árið 2022. Húsið er klætt með bárujárni. Geislahitun er í lofti með stýringu inn á gangi í íbúðinni. Hiti er í tröppum og bílastæði. 

Forstofa: flísalögð með góðu fatahengi. 
Eldhús: Upprunaleg ljós eldhúsinnrétting með góðu borðplássi. Ljóst harðparket á gólfi. Afmarkað búr með hurð og góðu hilluplássi. 
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og hluti af veggjum. Stór sturta flísalögð sturta. Hvít innrétting með vask og góðu skápaplássi. Gólftengt klósett og opnanlegur gluggi. Steyptur pallur með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Svefnherbergi: Þrjú parketlögð svefnherbergi, misstór. Gott skápapláss í einu þeirra og aðgengi á suðursvalir. 
Stofa: Stór og björt stofa með miklu gluggarými og útsýni. Parket á gólfum og aðgengi á suðursvalir. 
Svalir: Steyptar flísalagðar svalir með timbur handriði. 
Gangur: Bjartur og rúmgóður gangur með parket á gólfi. 
Bílskúr: Lakkað gólf og ágætis hillupláss. Innangengt inn í sameign og upp í íbúð. Rafstýrð hurð.  
Þvottahús: Hvít innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Gott borðpláss og pláss fyrir hengi. 
Geymsla: Hillur og lakkað gólf. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali