Gestaherbergið verður sent út frá stúdíó III í Noregi, en ekki nóg með það, það verður líka sent út í stúdíó IV, sem er líka í Noregi.

Helga getur ekki verið með í þættinum í dag svo að Mundi ætlar að vera Palla til trausts og halds.

Þema þáttarins er sérvalið af Tröllahjónunum Gunnari og Kristínu og völdu þau þema sem nefnist dagar og nætur eða nætur og dagar. Reyndar var sú hugmynd komin líka að víxla stöfunum og hafa þemað nagar og dætur. Við sjáum til hvað kemur út úr því.

Myndin er tekin kl 03:00 að íslenskum tíma seinustu nótt í sveitarfélaginu Asker í Noregi. Myndin er úr “mælaborðsmyndavél” bifreiðar og sýnir hvar nótt og dagur mætast að morgni.

Missið ekki af Gestaherberginu sem er klukkan 17 í dag á FM Trölla og á trolli.is