Þrjár gjaldskrár Matvælastofnunar hafa verið hækkaðar um 5%. Hækkunin er í samræmi við laun- og verðlagsforsendur fjárlaga fyrir árið 2022 en gjaldskrárnar hafa tekið óverulegum breytingum síðastliðin ár.

Gjaldskrárnar þrjár varða í fyrsta lagi vinnslu heilbrigðiseftirlits með hvalaafurðum, framleiðslu og markaðssetningu. Í öðru lagi innflutning matvæla sem innihalda koffín og í þriðja lagi eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar.

Gjaldskrárnar voru í samráðsgátt stjórnvalda frá 4. febrúar til 4. mars. 2022. Tvær umsagnir bárust vegna gjaldskrár fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. 

Mynd/pixabay