Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

  • 600 g bland- eða nautahakk
  • 0,5 dl brauðrasp
  • 1 dl vatn
  • 1,5-2 tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 tsk timjan
  • 1/2 tsk rósmarín
  • 1 laukur
  • 1 egg
  • fetaostur
  • pestó með sólþurrkuðum tómötum

Hitið ofninn í 175°. Skerið laukinn í grófa bita. Blandið lauk, vatni, brauðraspi, eggi, salti, pipar, timjan og rósmarín saman og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Blandið maukinu og hakkinu vel saman. Smyrjið eldfast mót, formið hleif úr hakkblöndunni og leggið hann í mótið. Gerið skurð í kjöthleifinn. Myljið fetaost í skurðinn og setjið pestó yfir.

Lokið skurðinum vel og setjið í ofninn í 40 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit