Um liðna helgi hófu Fljótamenn söfnum fyrir ærslabelg og leiktækjum fyrir börnin. Eftir að grunnskólanum á Sólgörðum var lokað þurfa börnin um langan veg að fara í skóla en lítið er um að vera fyrir þau á svæðinu.

Er það von Fljótamanna að geta gert leiksvæði fyrir börnin þar sem þau geta hist á sumardögum/kvöldum og leikið sér saman. Söfnunin hefur farið vel af stað en betur má ef duga skal. Áætlað er að ærslabelgurinn kosti um eina milljón en sveitafélagið hefur lofað því að sjá um uppsetningu hans.

Frjáls framlög má leggja inn á reikning Íbúa- og átthagafélagsins. Reikningsnúmer: 0347-26-006706, kt: 670617-1140 

 

Forsíðumynd er af ærslabelg á Siglufirði sem er geysivinsæll.