Hríseyjarhátíð 2019 verður haldin með pomp og prakt helgina 12. – 13. júlí.

Hátíðin hefst með garðakaffi á föstudeginum kl. 15.00 – 18.00, þá bjóða íbúar og sumarhúsaeigendur gestum og gangandi í kaffi í görðunum sínum.

Í ár eru það sex staðir sem bjóða upp á garðakaffi. Óvissuferð fullorðinna verður á sínum stað á föstudagskvöldið.

Á laugardeginum verður kvenfélagið með sína árlegu kaffisölu á hátíðarsvæðinu, Skralli trúður fer í sína síðustu fjöruferð, Stúlli og Danni taka lagið á sviðinu, María Reyndal og Hrafnhildur Orradóttir verða með stuð og leiki fyrir 12 ára og eldri, kvöldvaka þar sem Bjartmar Guðlaugsson kemur fram ásamt fleirum.

Eftir kvöldvökuna verður síðan brekkusöngur og varðeldur að venju.