Hið árlega jólakvöld Ólafsfirðinga fór fram á föstudagskvöldið og var fjöldi manns í bænum að taka þátt í gleðinni.

Dagskrá FM Trölla litaðist af því milli kl. 20 og 22, en þá voru leikin eintóm jólalög á FM Trölla og sérstök jólalagasyrpa sérstaklega valin af Ólafsfirðingum.

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir Ólafsfjörð þegar jólin nálgast, að bærinn er einstaklega fallega skreyttur og greinilega mikill metnaður lagður í fallegar jólaskreytingar um allan bæinn.

Mikil og góð stemming var í bænum og fjöldi fólks hvert sem litið var. Lifandi tónlist var á nokkrum stöðum, bæði kórar og hljómsveit, sölubásar, sýningar og svo allskonar veitingar. Kvöldinu lauk síðan í Menningarhúsinu Tjarnaborg þar sem gestum var boðið upp á lifandi tónlist og notalegheit.

Meðfylgjandi myndir tók Guðný Ágústsdóttir frá þessu bráðskemmtilega jólakvöldi.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir