Búist er við kolvitlausu veðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar.

Miðað við veðurspá gæti þurft að loka einhverjum vegum á meðan veðrið sem spáð er gengur yfir. Þeir vegir sem mestar líkur eru á að þurfi að loka eru í töflunni hér að neðan.

Ef veðurspá breytist eða aðrar aðstæður verður tekið mið af því. Reynt verður eftir megni að halda aðalleiðum opnum.

Á vefsíðunni Blika.is segist Einar Sveinbjörnsson vera sammála því mati Veðurstofunnar að breyta óvissustiginu í appelsínugult.

“Það er bæði veðurhæðin, en líka ofankoman, einkum norðanlands sem ræður því mati. Litur viðvörunar tekur bæði mið af líkindum eða styrk óveðurs saman með áhrifum á samfélag.

Sjáum á nýjasta spákorti Dönsku Veðurstofunnar sem reiknuð er yfir Íslandi í fínni upplausn vind í 100 m hæð yfir jörðu. Venjulega er hann sýndur fyrir 10 m og eðlilega er heldur minni veðurhæð nærri jörðu. Sýnir hins vegar vel við hverju má búast. Guli liturinn er þröskuldur yfir í 32 m/s í meðalvind. Í Svona stormi má ætla að vindur nær jörðu verði um 85-95% af þessum gildum. Hviður og truflanir frá fjöllum breyta myndinni heldur og snarpar strengir en þetta ná sums staðar til jarðar.

En takið líka eftir því hvað skilunum er spáð skörpum. Austan þeirra verður veður skaplegt. Óvissa er m.a. um legu skilanna, þó víst megi telja að annað kvöld og á miðvikudag haldi þau til austurs.”

Nán­ar má sjá áætl­un um lok­an­ir vega um land allt hér.

 

Skjáskot: Blika.is