Síðustu vikur hafa Míla og Tengill, samstarfsaðili Mílu á Hvammstanga, unnið að því að tengja heimili við Hjallaveg, Hlíðarveg, Melaveg og Kirkjuveg á ljósleiðara Mílu. Þau heimili sem nú eru komin með tengingu og geta nýtt sér ljósleiðara Mílu eru:

Hjallavegur 2,4,6,8,10,12,14,16,18.

Hlíðarvegur 8,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,22,23,24,25.

Melavegur 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18.

Kirkjuvegur 10,12.

Þá verða eftirfarandi heimili við Garðaveg tilbúin á næstu vikum, en það eru Garðavegur 18, 20, 21. 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31 og 33.

Til að virkja ljósleiðaratenginguna þarf aðeins að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og panta þjónustu um ljósleiðara Mílu. Öll fjarskiptafyrirtæki sem selja þjónustu til endanotenda geta boðið þjónustu sína um kerfi Mílu.

 

Sjá einnig hunathing.is