Ingvi Hrannar Ómarsson verður með fyrirlesturinn; Börn, snjalltæki og samfélagsmiðlar í skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði í dag fimmtudaginn 29. ágúst, klukkan 18:00.

Foreldrar eru hvattir til að mæta og fá kennslu í því hvernig hægt er að gera snjalltækjanotkun barna sem öruggasta.

Stjórn foreldrafélagsins stendur fyrir fyrirlestrinum.

Ingvi Hrannar var í fróðlegu og skemmtilegu viðtali sem Unnur Valborg Hilmarsdóttir tók við hann, og birtist í hlaðvarpi SSNV sem nefnist “Fólkið á Norðurlandi vestra“. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Sjá einnig eldri frétt á trolli.is hér.