Fimmtudaginn 18. október var mikið um að vera á hátíðarfundi Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar á Höllinni í Ólafsfirði.

Mikið var um að vera og kom umdæmisstjóri hreyfingarinnar, Garðar Eiríksson í heimsókn ásamt konu sinni, Önnu Vilhjálmsdóttur.

 

Umdæmisstjóri, nælir rótarýmerki ársins í forseta Rótaríklúbbs Ólafsfjarðar, Gunnlaug Jón.


Tveir félagar voru gerðir að heiðursfélögum og Skíðafélagi Ólafsfjarðar veittur peningastyrkur til snjótroðarakaupa.

Í tilefni af styrknum var Gunnlaugur foresti fenginn til að ræsa nýja Fébókarsíðu sem skíðafélagið hefur verið að vinna að og er eingöngu fyrir Fjarðargönguna, almennings-skíðagöngu sem er haldin í Ólafsfirði á hverju ári.

 

Gjaldkerinn Magnús Ólafsson afhendir Kritjáni Haukssyni, peningastyrk til snjótroðarakaupa.

 

Þegar Umdæmisstjórar koma á fundi klúbbsins, er mökum félaga gjarnan boðið með og þannig var það einnig nú, auk þess sem nokkrum öðrum gestum var einnig boðið. Það var því óvenju fjölmennur hátíðarfundur á Höllinni.

 

Forseti og umdæmisstjóri með nýja heiðursfélaga á milli sín, þá Óskar Þór og Svavar Berg.

 

Það var margmennt á hátíðarfundinum á Höllinni

 

Myndir: K. Hararldur Gunnlaugsson