Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda:

Næst internetið á tunglinu?

Svarið er:

Já, merkilegt nokk, í fyrra haust kynntu rannsakendur NASA og MIT nýtt laser “long-distance data transmission system” eða langdrægt gagnaflutnings kerfi!

Kerfið hefur verið í þróun síðastliðin 3 ár og var prófað síðasta haust. Vegalengdin til tunglsins var 384.633 kílómetrar þegar tilraunin var gerð og gagnahraðinn sem náðist var 622 Mb/s !  Þetta er 4.800 sinnum meiri hraði en hingað til hefur náðst yfir þessa vegalengd.

Þótt svo mikill gagnahraði í geimnum gæti eflaust hentað vel fyrir leiða tunglfara til að “stream-a” bíómyndum, þýðir þetta líka að hægt verður að fá stærri og skýrari myndir beint frá t.d. tunglinu, nota gervitungl til að fylgjast með skógareldum og veðurkerfum og jafnvel fylgjast betur með sólinni.

Að sjálfsögðu væri líka hægt að hlusta á FM Trölla á tunglinu með þessari tækni!

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimild: SmartNews

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:

TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.