Siglfirskir kennarar frá síðari hluta 20. aldar hittust nýlega til að endurnýja gömul og góð kynni. Síðdegisfundur með kaffi, kökum og smá-koníakssnafsi. Mikið var spjallað og margar sögur rifjaðar upp; hrekkir kennara á milli og hvernig þeir sjálfir voru stundum hrekktir af nemendum sínum.

Ekki er víst að allir þessir kennarar hafi áður setið saman á fundi en það mun hafa komist næst því 1986-87 en fyrra árið hætti Ómar Guðmundsson en það síðara hóf Guðný Pálsdóttir störf. Elstir í faginu eru Regína Guðlaugsdóttir sem byrjaði kennslu árið 1945 ‏átján ára og Páll Helgason 1964 ‏þá tuttugu og þ‏‏riggja ára.

Fremri röð á forsíðumynd: Páll Helgason, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Pétur Garðarsson fyrrv. skólastjóri, Regína Guðlaugsdóttir, Anton Jóhannsson.
Aftari röð: Örlygur Kristfinnsson, Ómar Guðmundsson, Guðný Róbertsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Elías Þorvaldsson.