“Fréttir, veður, skemmtilegar sögur og frábær tónlist” eru einkunnarorðin í nýjum útvarpsþætti sem hefur göngu sína á FM Trölla kl. 08:00 í fyrramálið.

Þátturinn er sendur út beint frá Studio 7 á Englandi og ber nafnið “Egg, Beikon og Bakaðar baunir”.

Stjórnandi þáttarins er Oskar Brown, sem er hlustendum FM Trölla að góðu kunnur en Oskar stýrði þættinum “Plötuspilarinn” um alllangt skeið.

Byrjaðu helgina með góðum morgunverði og hlustaðu á FM Trölla.