Ungmennasamband Vestur – Húnvetninga (USVH) fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ föstudaginn 26. júlí síðastliðinn í húsnæði sundlaugarinnar á Hvammstanga.

Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ afhenti Reimari Marteinssyni formanni USVH viðurkenninguna. Stjórn USVH hefur öll komið að vinnunni í tengslum við þessa viðurkenningu auk Eygló Hrund Guðmundsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra sambandsins.

USVH er þriðja íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu frá ÍSÍ á eftir UMSE og UMSS. Á myndinni eru Reimar Marteinsson formaður USVH og Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ.

Myndina tók Ómar Eyjólfsson.