Á 130. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar lagði hafnarstjóri fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 2. september, með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hafa 9.864 tonn borist á land í 1052 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13.933 tonn í 1420 löndunum.

Á Ólafsfirði hafa 160 tonn borist á land í 142 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 283 tonnum verið landað í 173 löndunum.