Byrjaðu helgina með góðum morgunverði og hlustaðu á þáttinn “Egg, beikon og bakaðar baunir” á FM Trölla.

“Fréttir, veður, skemmtilegar sögur og frábær tónlist” eru einkunnarorðin í þessum nýja útvarpsþætti sem hefur göngu sína á FM Trölla kl. 08:00.

Stjórnandi þáttarins er Oskar Brown, sem er hlustendum FM Trölla að góðu kunnur en Oskar stýrði þættinum “Plötuspilarinn” um alllangt skeið. Þátturinn er sendur út beint frá Studio 7 á Englandi þar sem Oskar er búsettur.