Í gær birtist auglýsing á facebooksíðunni Siglfirðingar með til sölu eða gefins frá ungri konu, Kristínu Jónsdóttur, sem er að flytja til Siglufjarðar og leitar eftir vinnu.

Trölli.is hafði samband við hana og spurði út í hvort hún ætti ættir að rekja til Siglufjarðar og af hverju Siglufjörður hefði orðið fyrir valinu.

Hún svaraði því til að hún ætti engar ættir að rekja til bæjarins, en hefði komið nokkur sumur í röð á Pæjumótið, hefði einnig komið á skíði og ætti góðar minningar frá Siglufirði.

Þar sem miklar breytingar hefðu orðið í hennar lífi í vetur sem urðu til þess að hana langaði að breyta um umhverfi og hún á góða vinkonu í bænum varð Siglufjörður fyrir valinu.

“Mér finnst vetrarparadísin Siglufjörður svo heillandi staður til að ala börnin upp á” sagði Kristín Jónsdóttir að lokum.

Hægt er að hafa samband við Kristínu í síma 662 5155 eða netfangið: kristin.jonsdottir10@gmail.com

Hér að neðan má lesa auglýsingu Kristínar:

“Ég er að flytja á Siglufjörð í byrjun ágúst og er að skoða atvinnumöguleikana.
Ég er menntaður viðburðastjóri og hef mikinn áhuga á að vinna við eitthvað því tengdu og hef reynslu af skipulagningu viðburða.

Annars er ég líka textílhönnuður og búfræðingur með reynslu af allskyns störfum, svosem móttökuritari á heilsugæslu, forstöðumaður frístundar, afgreiðsla í vínbúð og fleira. Ég er dugleg, ákveðin og samviskusöm.

Vinnutími á milli kl 8-16 hentar mér best, eða sveigjanlegur vinnutími þar sem ég er með tvö börn á grunnskólaaldri.”