Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin fimmtudaginn 23. júní sl. Í ár var farið út í Hrísey. Ekið var um eyjuna og hún skoðuð, m.a. var farið í Hús Hákarla Jörundar.

Hádegisverður var snæddur í íþróttahúsinu undir ljúfum tónum ungs harmonikkuspilara. Að því loknu var siglt í land á ný og ekið um Svarfaðardal.

Að lokum var farið í kaffihlaðborð í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

Hér fyrir neðan má finna vísur sem Davíð Hjálmar Haraldsson samdi um ferðina.

Einingarferð aldraðra til Hríseyjar 23. júní 2022. 

Einingu ég æ til ferða kýs.
Með Sævari er siglt að skoða hrís. 

Öldungana út á Sand
ágæt rúta flytur.
Veðurspáin virðist grand;
væta, hríð og rok í bland.
Björn er fararstjóri, vænn og vitur. 

Hér er einnig Óskar Þór
– algjör bolakálfur –
en Svafaðardalssagnafrjór
og sveitarprýði hugumstór
og fræðaþulur að hann segir sjálfur. 

Um dalinn hans við ökum aukahring.
Hann mærir sérhvern melkoll, stein og bing. 

Lagt er út á ólgusjá.
Æðir vindur stríður.
Hrísey köld og htyssingsgrá
– hrjóstrugt sker með rjúpum á –
klökug öll í ballarhafi bíður. 

Límósína léttir för,
við lendinguna tekur
og flytur glettin, gömul skör
svo gjögtir liður, ískrar hjör.
Æsingu og unaðshroll það vekur. 

Keyrum við um kerfilbrúsk og strá
og flugvöllinn með fjórum rellum á. 

Hákarls-safn hér heima á
og hörku Leikhús-Pétur.
„Ég er Alli“ segir sá
og sögum lýgur til og frá
og lýgur áfram lengi því hann getur. 

Svo fá gamlir góða steik
og gúmmelað að eta
og hella sér í hörku sleik
við harmónikuundirleik.
Undrar mann hvað öldungarnir geta. 

Loks er haldið heim við más og frýs.
Kemst ég með að Kröflu þegar gýs?

  DHH

Mynd/af vefsíðu Einingar-Iðju