Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal

Á vefsíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að séra Gísli hafi hlotið 316 atkvæði eða 62 prósent greidda atkvæða.

Séra Þorgrímur Daníelsson hlaut 184 atkvæði eða 36 prósent greiddra atkvæði. Níu tóku ekki afstöðu.

Á kjörskrá voru 740 en 509 greiddu atkvæði sem gerir kjörsókn upp á 69 prósent.

Séra Gísli fæddist á Sauðárkróki þann 5. janúar 1957 og hefur verið sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði frá 1982.