Lagt var fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 699. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem fram kemur að verðtilboð í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 voru opnuð 2. júní sl.

Eitt tilboð barst, frá Höllinni veitingahús ehf. Ólafsfirði.

Samningsfjárhæð er kr. 28.383.600.- á ári miðað við áætlaðan fjölda seldra máltíða.

Deildarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Höllina veitingahús ehf. um framleiðslu skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu 2svar 1 ár í senn.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hallarinnar veitingahúss í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu 2svar 1 ár í senn og felur deildarstjóra að vinna málið áfram og undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins í samræmi við tillögur í vinnuskjali.