Í júlímánuði fagnar Tómas Atli Einarsson, sem ætti að vera flestum íbúum Fjallabyggðar að góðu kunnur, fimmtíu ára afmæli.

Í tilefni þess mun trolli.is aðeins flytja jákvæðar fréttir í dag, en fram hefur komið að Tómas á sér þá ósk að samborgararnir verði jákvæðir í að minnsta kosti einn dag, og vill trolli.is leggja sitt af mörkum fyrir afmælisdrenginn með því að flytja aðeins jákvæðar fréttir í dag, þótt vissulega geti reynt á þá ákvörðun í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, með tilheyrandi holskeflu neikvæðra frétta á öðrum miðlum.

Til hamingju með áfangann Tommi !