Á fimmtudaginn lauk þriggja vikna námskeiði í kofabyggingum á smíðavöllum Fjallabyggðar, í Ólafsfirð og á Siglufirði.

Á Siglufirði var námskeiðið vel sótt, að jafnaði um 20 – 25 börn búsett í bænum og einnig gestir.

Eins og sjá má á myndunum var mikið byggt og gaman að sjá athafnasemina hjá krökkunum. Þarna mátti sjá allskonar fyrirtæki og verslanir sem buðu upp á allskonar góðgæti.

Umsjónarmenn smíðavalla voru þeir félagar Arnór Valsson, Jón Einar Ólafsson og Marteinn Mikael Guðmundsson. Voru þeir mjög ánægðir með hvernig til tókst og grilluðu ljúffengar pylsur ofan í börnin og gesti þeirra.

Athafnamenn framtíðarinnar