Gaman var að koma við á smíðavöllum Fjallabyggðar á Siglufirði í gærdag.

Þar var stór hópur barna í óðaönn að smíða allskonar byggingar í góða verðinu og mátti sjá ánægju, áhuga og gleði í andlitum barnanna.

Við nánari eftirgrennslan voru þau að smíða ísbúð, heimili, hveitibúð meðal annars og greinilegt að þarna eru á ferðinni dugnaðar krakkar.

Þeir Arnór Valsson, Jón Einar Ólafsson og Marteinn Mikael Guðmundsson eru umsjónamenn smíðavalla á Siglufirði og eru þeir ánægðir með starfsemina og athafnamennina ungu.

Smíðavellir Fjallabyggðar opnir 5. – 22. júlí