Gestaherbergið verður með bílaþema í dag. Lög sem fjall um bíla, eða hljómsveitir með bílanöfnum fá að leika sín lög.

Það er verulega gott veður hér í Noregi þessa dagana og hefur undirbúningur fyrir þáttinn verið afskaplega takmarkaður, sem er ágætt því þessi þáttur, Gestaherbergið, er á leið með að verða “tilbúinn á staðnum” þáttur. Heimilslegur, við erum bara við og þið vonandi njótið.

Langar þig að hringja í okkur og segja okkur hvað er að gerast hjá þér?
Hringdu þá í síma 5800 580. Þar geturðu líka beðið um óskalag, nú eða óskalög.

Missið ekki af þættinum sem er sendur út klukkan 17 úr stúdíói III í Noregi og næst á trolli.is og á hlustunarsvæði FM Trölla á tíðninni 103,7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.