Þann 3. júlí síðastliðinn varð vefurinn siglfirðingur.is 10 ára.

Stofnandi, eigandi og ritstjóri er Sigurður Ægisson sem einnig er blaðamaður hjá Morgunblaðinu.

Á þessum tímamótum hefur Sigurður ákveðið að hætta rekstri fréttamiðilsins, og er óhætt að fullyrða að margir munu sakna hans.

Sigurður er þó ekki hættur fréttaskrifum því til stendur að hann muni leggja miðlinum trolli.is lið og skrifa fréttir á trolli.is eftir því sem tilefni verða til.

Sjá einnig á siglfirdingur.is