ATH: Ef þið smellið á mynd í greininni er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að skoða alla myndatexta og söguna í heild sinni. Ef þú, lesandi góður, villt skoða myndirnar betur með því að stækka þær er best að fara beint inn á vefinn trolli.is og finna greinina þar. Ef slóðin er opnuð í gegnum Facebook getur verið lokað á að skoða myndirnar í stærra formi.

FORMÁLI, seinni hluti.

Undirritaður efast ekki um að þú sem lesandi, eða kannski réttara sagt SKOÐANDI, hafir mögulega upplifað eitthvað svipað og ég þegar þú skoðaðir þær dásamlegu ljósmyndir birtust í gær á trölli.is. Einstakar og fallegar myndir sem meistaraljósmyndarinn Hannes Pétur Baldvinsson tók á Siglufirði, flestar á árunum 1958 – 1964.

Fyrir mér var þetta eins og að fá óvænt að gjöf stóran laugardags-nammipoka sem ég borðaði af mikilli áfergju, með augunum. Sem „skoðandi“ var maður leiddur inn í dásamlegan svart/hvítan horfinn minningaheim, um fólkið, umhverfið og tíðarandann. Allt unnið með einstaklega skarpri sýn Hannesar.

Í dag, sunnudaginn 24. janúar 2021, heldur nammiveislan áfram, því í þessum seinni hluta er okkur gefinn annar augnakonfektkassi til viðbótar.

Í þessu vinnsluferli, við uppsetningu á greinunum tveimur, reikaði hugurinn ósjálfrátt  til baka og teiknaði upp góðar minningar um Hannes og Höddu, syni þeirra og aðra nágranna á Hafnartúninu upp úr miðri síðustu öld. Ég á mér bara góðar minningar úr þessari stuttu þriggja húsa tvíbýlishúsagötu. Um miðjan áttunda áratuginn taldi ég í huganum að þarna hefðu búið minnst 16 börn og unglingar. Þessi gata var okkar ævintýraheimur og alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þar.

Fyrir neðan bakkann beið okkur annar ennþá stærri ævintýraheimur eins og ég hef svo oft minnst á í Siglfirskum sögugreinum mínum. Í þeim greinum hef ég fengið lánaðar margar myndir frá Hannesi Bald. og fleirum, ekki síst frá örnefnasíðunni frábæru, SNÓKUR.IS, þar sem Hannes á flestar myndirnar.
Sjá t.d. meira hér, sem og myndir úr Hafnartúns nágrenninu.

HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKJOLD… OG ÉG! 1 og 2 hluti.

Ég minnist þess að móðir mín sagði stundum: „Nonni minn, hlauptu yfir til Höddu, ég fékk póstinn hennar einu sinni enn….” Man hvað ég varð hissa í fyrsta skiptið yfir því að heyra að hún HADDA mín heitir í rauninni Halldóra eins og móðir mín. Enn í dag finnst mér þetta bara skrítið og hún Hadda mín mun alltaf bara vera Hadda sem hlær svo oft og mikið með sínum einstaklega smitandi hlátri. Minnist þess einnig með hlýju þegar ég spjallaði í síðasta sinn við Hannes, í jarðarför föður míns í byrjun janúar 2015. Man líka hvað ég varð sorgmæddur við að fá þær fréttir að Hannes hefði látist skyndilega, um tveimur vikum seinna.
Það varð stutt stórra högga á milli í minni barnæskugötu.

Hannes Pétur Baldvinsson. Ljósmyndari óþekktur.

Ég man nákvæmlega hvað við Hannes töluðum um í okkar síðasta spjalli. Að sjálfsögðu var það um ljósmyndun, nánar tiltekið „Slides-myndir“. Ég sagði honum frá því að ég væri á fullu í tölvuvinnslu við að lagfæra fleiri hundruð slidesmyndir sem pabbi hefði sjálfur skannað á stafrænt form.
Við hlógum saman að fyrirbærinu: „Pabbi vill endilega hafa Slidesmyndakvöld einu sinni enn“ enda spurði ég föður minn oft með barnalegri óþolinmæði í röddinni og með biðjandi augnaráði:
En pabbi, þurfum við nokkuð að skoða allar 350 myndirnar aftur, ha…, er ekki nóg að kíkja bara á nýjustu myndirnar.“ Nú er öllum þessum slidesmyndum fjölskyldunnar deilt í gegnum netið og ættingjar geta því haft sín eigin slidesmyndakvöld þegar þeim hentar.

Við Hannes föðmuðumst í kveðjuskyni og vorum innilega sammála um að ALLAR gamlar ljósmyndir yrðu okkur ÖLLUM dýrmætari með hverju árinu sem líður.

Vert er að nefna að á bak við birtingu þessara rösklega 100 mynda úr safni Hannesar Péturs Baldvinssonar liggur mikil og falin vinna. Bræðurnir Jón Baldvin og Björn Júlíus hafa í sameiningu bæði skannað inn og endurunnið myndirnar svo að þær komi vel út fyrir prentun, eða eins og í þessu tilfelli, birtingu í nútíma skjátækjum.

Undirritaður vill leiðrétta þann algenga misskilning að halda að hægt sé að laga allt í tölvuvinnslu og gera lélegar myndir góðar. Nei, kæru vinir og unnendur góðra ljósmynda, svo er ekki. Það sést einnig meira hér í seinni hlutanum að myndirnar eru í ólíkum gráskala-tónum og sá munur stafar að meðal annars af ólíkum filmum sem voru notaðar og af þeim ólíku aðstæðum sem myndirnar voru teknar í.

Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að fá að birta eitthvað af myndum Hannesar, ekki síst af því að ekkert af þeim er til á Ljósmyndasafni Siglufjarðar. Þegar ég fékk loks rúmlega 100 dásamlegar ljósmyndir með tölvupósti með orðunum „Þú velur svo bara eitthvað úr þessu“ þá gat ég ekki samvisku minnar vegna tekið mér það vald að sortera og dæma efnið í þessum ljósmyndafjársjóði. Þessar myndir eru allar einstakar og virkilega góðar og segja hver og ein að minnsta kosti 1000 orða sögu. Niðurstaðan varð því að birta frekar allar myndirnar í tveimur hlutum.

Ég minni á orð Jóns Baldvins þar sem kallað er eftir aðstoð við að bæta upplýsingar um einstaklinga sem á myndunum birtast:
„Hér eru höfð með nöfn flestra einstaklinga sem á myndunum sjást en taka verður viljann fyrir verkið og fyrirgefa skort á þekkingu/upplýsingum eða mistök varðandi nöfnin. Leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar og má gjarnan senda á undirritaðan á póstfangið:
jonbaldvinh@gmail.com

Að lokum má benda á að það sitja sjaldan í huga áhugaljósmyndarans stórar áætlanir um að aðrir eigi seinna eftir að sjá og dáðst að afurðum þeirra. Hannes Bald. var hógvær maður og ekki mikið fyrir að upphefja sjálfan sig. Þessar myndir tók hann eflaust mest fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Eitt vandamálið við uppsetningu þessara tveggja greina var tilfinnanlegur skortur á ljósmyndum af aðalpersónunni sjálfri en hann var auðvitað alltaf hinum megin við myndavélina.

Myndirnar eru allar dásamleg djúpfryst gömul augnablik, geymd á filmum í áratugi og nú loksins afþídd til að birtast ykkur ljóslifandi á stafrænu formi. 

Kannski skín í gegnum myndirnar sá ásetningur Hannesar að ná góðum tökum á flóknu ferli með þrotlausu sjálfsnámi og tilraunum. En það er ekkert slys að VIÐ hin sjáum líka að hann náði góðum tókum á þessu ferli því við skynjum sterkt þetta einstaka AUGA hans fyrir góðum eða skemmtilegum augnablikum.

Allir sem þekktu Hannes vita að hann var mikil húmoristi og fyrsta myndin í þessum seinni hluta sýnir það vel. Þetta er bráðfyndin mynd þar sem karlar pissa á bak við rútu og myndarheitið er einnig dásamlegt: „Hver á hvaða bunu?
Ég sé fyrir mér Hannes sjálfan í pissupásu hinum megin við rútuna en ólíkt öllum hinum þá er hann með myndavél hangandi um hálsinn. Hannes sér þetta “augnablik” og getur bara ekki stillt sig og smellir af. Hann hefur eflaust hugsað smá stund hvort þetta væri dónalegt eða jafnvel virðingarleysi við ferðafélaga sína, en nei, það getur enginn séð hver á hvaða bunu og það er ennþá leyndarmál hvar og hvenær þessi mynd er tekin.

Þannig varð þessi annars frekar ómerkilega pissupása gerð að fyndnu og dásamlegu ljósmyndaaugnablikslistaverki.

Hver á hvaða bunu? Karlar að pissa á bak við rútu.

Skarð og skíði

Fjallatoppaferð. Júlíus Júlíusson og Viðar Magnússon.
Skíðagöngumót – ræsing. Birgir Guðlaugsson, Helgi Sveinsson, Hólmsteinn Þórarinsson.
Dísa Þórðar og drengirnir. ?, Sveinn Sveinsson, Sverrir Sveinsson, Arnar Herbertsson, Ásgrímur Ingólfsson, Birgir Guðlaugsson, Árdís Þórðardóttir, Bogi Nílsson, Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur Sigurðsson, Hjálmar Stefánsson, Jón Þorsteinsson, Sigþór Erlendsson, Kristinn Þorkelsson, Pétur Guðmundsson, Snorri Þorláksson.
Kristín Þorgeirsdóttir í svigkeppni.
Skarphéðinn Guðmundsson stekkur.
Birgir Guðlaugsson í svigkeppni.
Skarðsmót.
Jóhann Vilbergsson í svigkeppni.
Ræst í svigkeppni. Jóhann Vilbergsson og Jónas Ásgeirsson.
Heddi á hólum og Sigurður Sigurðsson. Skarphéðinn Guðmundsson, Sigurður Sigurðsson. (íþróttafréttamaður ríkisútvarpsins)
Stökkvarar við Stóra-Bola. Guðlaugur Gottskálksson, Haukur Óskarsson, Þórhallur Sveinsson, Steingrímur Garðarsson?, Birgir Guðlaugsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Jónas Ásgeirsson, Sveinn Sveinsson, Geir Sigurjónsson, Haukur Freysteinsson, Guðmundur Árnason.
Afreksfólk á skíðum. Margfaldir íslandsmeistarar í svigi: Árdís Þórðardóttir, Jóhann Vilbergsson, Kristín Þorgeirsdóttir
Sjónvarpsfréttamaður á skíðamóti. Ólafur Ragnarsson
Ekki alltaf sól og blíða. ?, ?, Sigurður Sigurðsson, íþróttafréttaritari ríkisútvarpsins, Birgir Schiöth, Þórður Þórðarson.
Sigursveit í boðgöngu. Gunnar Friðriksson, Jón Jónasson, Gunnlaugur Valtýsson, Símon Ingi Gestsson.
Skíðagöngumót. Jóhann Pétur Halldórsson /Mannsi?
Skíðakonur. Kristín Þorgeirsdóttir, Sjöfn Stefánsdóttir, Lillý Jóna Sigurðardóttir.

ÝMISLEGT ÚR BÆJARLÍFINU

Siglufjörður. Yfirfull höfn.
Landað í bræðslu hjá Rauðku.
Áhöfnin á Elliða SI 1. Togarinn fórst 10. feb. 1962. Þeir sem komust af: Fremsta röð f.v.: Hallur Ólafsson, Birgir Óskarsson, Kristján Rögnvaldsson, Axel Schiöth, Rögnvaldur Rögnvaldsson.Miðröð: f.v.: Jóhann Matthíasson, Ólafur Matthíasson, Sigurgeir Jósepsson, Sigurður Jónsson, Pétur Þorsteinsson, Jón Vídalín Sigurðsson, Friðrik Björnsson, Guðmundur Ragnarsson, Ólafur Björnsson.
Aftasta röð f.v.: Örn Pálsson, Haukur Kristjánsson, Jón Rögnvaldsson, Matthías Jóhannsson, Sigurjón Björnsson, Páll Jónsson, Arngrímur Jónsson, Kristinn Konráðsson.
Hannes Beggólín/Hannes Boy. Hannes Garðarsson.
Fjalla-Eyvindur í Sjómannaheimilinu 1961. Júlíus Júlíusson, Sigríður Jónsdóttir, Aðalbjörg Þórðardóttir, Guðrún Schiöth, Guðrún Matthíasdóttir, Anna J. Magnúsdóttir.
Málverkasýning. Páll Jónsson, Ragnar Páll Einarsson, Atli Angantýsson.
Gunnar Jörgensen á Loftskeytastöðinni.
Ball í Æskulýðsheimilinu 1963 . Hljómsveitin heitir Gibson : Elías Þorvaldsson, Tómas Hertevig, Magnús Guðbrandsson, Baldvin Júlíusson.
Ball í Æskulýðsheimilinu. Gestur Guðnason, Jens Mikaelsson, Björn Birgisson, Magnús Guðbrandsson, Jónína Hjartardóttir, ?, Baldvin Júlíusson, Kristín Blöndal, Jóna Möller.
Æskulýðsheimilið. Jónas Sumarliðason, Jón Baldvin Hannesson, Jón Þórisson (við glugga), Kristján Hauksson.
Æskulýðsheimilið. Kjartan Stefánsson, Konráð Þórisson, Eiríkur Baldursson (á bak við), Sigríður Stefánsdóttir.
Frændur og eðaltöffarar. Baldvin Júlíusson, Sigurður Baldvinsson, Júlíus Baldvinsson, Theodór Júlíusson, Konráð Baldvinsson.
Dengsi kastar færinu. Ásmundur Jón Jónsson.
Hlöðver Sigurðsson og fjölskylda. Páll Hlöðvesson, Katrín Guðrún Pálsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, Þorgerður Heiðrún Hlöðversdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Anna Matthildur Hlöðversdóttir.
Stangveiðimenn og brúarsmiðir við Fljótaá. Þorsteinn Jóhannesson, Reynir Árnason, Haukur Jónsson, Guðmundur Árnason? eða Gunnar Jörgensen?, Jóhann S. Jónsson, Haukur Jónasson, Arngrímur Jónsson, Sigurður Hafliðason, Benedikt Sigurjónsson, Jóhannes Friðriksson, ?, Bragi Magnússon, Guðmundur Lárusson, ?.
Glaðir veiðimenn. Sigurður Finnsson, Guðmundur Lárusson, Jóhann S. Jónsson, Reynir Árnason, Hannes Pétur Baldvinsson.
Snyrtimenni og skótau. Björn Júlíus Hannesson, Þorsteinn Haraldsson, Guðmundur Skarphéðinsson, Jón Baldvin Hannesson, Sigmundur Stefánsson.
Kaffitími á pósthúsinu. Guðlaugur Sigurðsson, Júlíus Júlíusson, Guðmundur Árnason, Halldór Gestsson, Ottó Jörgensen, Árni Jörgensen.
Laugi Póstur. Guðlaugur Sigurðsson.
Faðir núverandi forsætisráðherra. Jakob Ármannsson.
Spariklæddir guttar. Jón Baldvin Hannesson, Rafn Halldórsson, Kristján L. Möller.
Hrakfallabálkur kubbar. Björn Júlíus Hannesson.
Hrakfallabálkur. Brotinn á báðum. Jón Baldvin Hannesson.
Félagar í forinni. Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Jón Baldvin Hannesson.

Skemmtanalíf

Gerhard Schmidt. Geirharður Valtýsson.
Kabarett í Nýja Bíó. Hallvarður Óskarsson, Gerhard Schmidt, Hólmgeir Óskarsson, ?, Hafliði Guðmundsson, Sigurður Fanndal, ?, ?, Einar Albertsson, Sigursveinn D. Kristinsson.
Kabarett í Nýja Bíó. Fremri röð, f.v.: Hólmgeir Óskarsson, Bylgja Möller,?, Sigurður Fanndal, Sigurbjörn Fanndal, Andrés Gunnlaugsson. Aftari röð f.v.: Hallvarður Óskarsson, Kristján Sigtryggsson, Jónas Halldórsson, Stefán Jónasson, Hafliði Guðmundsson, Halldór Einarsson.
Partý. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Bjarki Árnason, Guðrún Sveinsdóttir.

Leikfélag Siglufjarðar 10 ára

Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. ?, Margrét Pálsdóttir, María Guðmundsdóttir?, María Viggósdóttir, Kristinn Jón Þorkelsson
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Guðný Hilmarsdóttir, Ingimar Þorláksson, Birgir Schiöth, Ásmundur Karl Þorláksson, Ragnheiður Sæmundsson, Maron Guðmundsson, Halldóra Jónsdóttir, Hinrik Andrésson, Sverrir Sigþórsson.
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Þóroddur Guðmundsson, Hafliði Helgason, Sigurður Sophusson.
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Frá vinstri: Guðrún Margrét Ingimarsdóttir (Bettý) , Jón Sæmundsson, Björn Jónasson? / eða Ásmundur Karl Þorláksson?, Geir Guðbrandsson?, Kristinn Jón Þorkelsson, Gunnar Ásgeirsson.
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Jóna Helgadóttir, Ólína Hjálmarsdóttir, ? ,?
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Þuríður Andrésdóttir, Ása Þórarinsdóttir, Einarsína (Sína) Guðmundsdóttir Johansen, Kristín Baldvinsdóttir, ?
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Hörður Arnþórsson, Páll Gíslason, Katrín Guðmundsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Ester Jóhannsdóttir.
Leikfélag Siglufjarðar 10 ára. Flóra Baldvinsdóttir, Óli Geir Þorgeirsson, Valtýr Jónasson, Jóhann Jóhannsson, Kristín Baldvinsdóttir (Lóa), Ása Þórarinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir?, Pétur Þorsteinsson?

Að lokum…

Dansað af innlifun. Ottó Jörgensen.

Undirritaður, sem og ritstjórn Trölla.is, vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til Halldóru Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Hannesar, Jóns Baldvins Hannessonar, Björns Júlíusar Hannessonar og Helga Kristins Hannessonar fyrir að treysta okkur fyrir og leyfa birtingu hér á þessum ljósmyndagersemum.

Blessuð sé minning Hannesar Péturs Baldvinssonar.

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI HLUTI (50 MYNDIR)

Höfundur formála og uppsetning greinar:
Jón Ólafur Björgvinsson

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. 
Þakklætiskveðja fyrir aðstoð við leiðréttingar á myndskýringartexta.

Ljósmyndari:
Hannes Pétur Baldvinsson.
Allar myndir eru birtar með leyfi ættingja.

Skönnun á filmum:
Björn Júlíus Hannesson.

Stafræn myndvinnsla og myndaskýringartexti:
Jón Baldvin Hannesson.

Höfundur texta “Um Hannes Bald”:
Jón Baldvin Hannesson.

Aðrar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.

Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:

AÐALGATA HEIMSINS

GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / MYNDASYRPUSAGA

KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA

JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN

SVONA VAR Á SIGLÓ FYRIR 56 ÁRUM

HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA

POPPAÐ Á SIGLÓ – NÍUNDI OG SÍÐASTI HLUTI

SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!

ÁLFHÓLLINN OKKAR OG ÁLF- HYRNAN HANS!

AFGLAPASKARÐ

MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”

PISTILL: SIGLFIRSKAR SÖGUR, LJÓSMYNDIR OG AÐRAR (Ó)MERKILEGAR FRÉTTIR!