Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að vera með í að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.

Algengt er orðið að sveitarfélög hvetja íbúa sína og fyrirtæki til að versla í heimabyggð. Fjallabyggð verslun

Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Fjallabyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Fjallabyggðar gegn framvísun gjafabréfsins. Gert er ráð fyrir að gjafabréfin verði hægt að nota frá 3. desember 2020 til og með 15. janúar 2021.

Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að viðkomandi fyrirtæki sé skráð hjá hinu opinbera sem og starfandi í Fjallabyggð. Skráningarfrestur er til 25. nóvember.

Tekið er við skráningu hér eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Sif Guðbrandsdóttir í síma 464-9100