Á 561. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram til kynningar erindi frá Landsneti um umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Hún gildir fyrir tímabilið 2018- 2027 og skiptist í tvo meginhluta, langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfsins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Með kerfisáætluninni var unnið mat á umhverfisáhrifum hennar og er það birt í umhverfisskýrslu sem finna má hér á vefsíðu Landsnets.

Landsnet mun halda opinn kynningarfund þann 7. júní á Grand Hótel Reykjavík, klukkan 8:30-10:00.

Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og um umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 15. júlí 2018

Af vef Fjallabyggðar og Landsnets