Búið er að opna Siglufjarðarveg, vegurinn um Almenninga er nú opinn og er þar þæfingur og skafrenningur. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Einnig er fært um Ólafsfjarðarmúla, Þar er nú snjóþekja og skafrenningur.

Öxnadalsheiði er enn lokuð vegna snjóflóðahættu, vonast er eftir því að mokstur geti hafist um miðjan daginn og vegurinn opnist svo síðar í dag.

Sjá nánar á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Mynd/skjáskot Vegagerðin