Stuðdrengirnir í hljómsveitinni “Nýju fötin keisarans” voru að senda frá sér nýtt lag sem nefnist “Er ég tilbúinn að elska?”.

Lagið, sem er vel gert og flutningur allur og umgjörð til fyrirmyndar, verður leikið á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15 í þættinum Tíu Dropar.

Er ég tilbúinn að elska?  er þriðji singullinn af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar Nýju fötin keisarans.

Lagið fjallar um það hvað lífið er mismundandi og í anda þeirra aðstæðna sem hafa verið síðasta ár þar sem maður þarf að líta inn á við og taka einn dag í einu.

“Lagið er eftir Kela (Hrafnkel Pálmarsson), gítarleikara sveitarinnar og textann semur Svenni Þór (Sigursveinn Þór Árnason), söngvari.”

Heiti lags: Er ég tilbúinn að elska?
Flytjandi: Nýju fötin keisarans
Útgefandi: Nýju fötin keisarans
Útgáfudagur: 15. janúar 2021
Composer: Hrafnkell Pálmarsson
Lyricist: Sigursveinn Þór Árnason
Producer: Örlygur Smári & Hrafnkell Pálmarsson