Föstudaginn 3. ágúst ætla Hjálmar að mæta á Kaffi Rauðku og spila fyrir dansi, dansleikurinn hefst kl. 22:00

Miðaverð er 4.500 kr.
Forsala hefst 9. júlí á Sigló Hótel.
Aldurstakmark 20 ár.

Hljómsveitin Hjálmar var stofnuð árið 2004 í Keflavík og spilar reggítónlist með íslensku yfirbragði. Hún hefur sent frá sér fjórar breiðskífur. Þegar unnið var að fyrstu breiðskífunni var hún skipuð þeim Þorsteini Einarssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Petter Winnberg og Sigurði Halldóri Guðmundssyni.

Þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sveitarinnar höfðu orðið nokkrar mannabreytingar. Svíarnir Nils Olof Törnqvist og Mikael Svensson höfðu gengið til liðs við sveitina en Kristinn Snær Agnarsson hætti.
Í ágúst 2006 var tilkynnt að hljómsveitin hefði hætt samstarfi. Í mars 2007 komu Hjálmar þó fram á nýjan leik og hafa haldið tónleika reglulega síðan

Í dag eru þeir Þorsteinn Einarsson – Gítar og söngur, Sigurður Halldór Guðmundsson – Hljómborð og söngur, Guðmundur Kristinn Jónsson – Gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – Bassi og Helgi Svavar Helgason – Trommur, í hljómsveitinni.

Hjálmar hafa gefið út verkin, Hljóðlega af stað – 2004, Hjálmar – 2005, Ferðasót – 2007, IV – 2009, Keflavík Kingston – 2010, Órar – 2011

Samantekt: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt og Mynd: Sjá viðburð