Leiðinda óveður var víða um land í gær og fóru íbúar Tröllaskaga ekki varhluta af því. Víða var ófært á þjóðvegum vegna ofankomu, hvassviðris og snjóflóðahættu, snjómoksturstæki höfðu ekki undan við að moka í þéttbýli og lentu ökumenn víða í vandræðum.

 

Snjómoksturstæki hafa vart undan ofankomunni

 

Í Ólafsfirði var ölduhæð um 10 metrar og gekk sjór yfir varnagarðana og var mikið öldurót í höfninni, svo mikið að lá við að bátur færi á land.

 

Brim gekk yfir varnargarðana í Ólafsfirði. Mynd/ Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Í dag er spáð norðan 8-15 m/s víðast hvar en 13-18 á Vestfjörðum.

Snjókoma og skafrenningur er um landið norðanvert en skýjað með köflum og yfirleitt úrkomulítið sunnantil.

Hiti 0 til 5 stig víða við suður og austurströndina en um eða undir frostmarki annars staðar.

 

Hríðarkóf í Ólafsfirði. Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason

Vegagerðin áformar að hefja snjómokstur um leið og veður gengur niður með morgninum.

 

Við höfnina á Siglufirði

 

Það hefur kyngt niður snjó í nótt í Ólafsfirði. Mynd/ Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Tekin í morgun í Ólafsfirði. Mynd/ Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Byrjað er að hreinsa götur Ólafsfjarðar. Mynd/ Guðmundur Ingi Bjarnason

 

 

 

Myndir: Guðmundur Ingi Bjarnason/Kristín Sigurjónsdóttir