Um fimmtánda apríl báru þrjár kindur í fjárhúsinu Bóhem, suður á firði þar sem nokkrir frístundabændur ráða ríkjum.

Það er gott að fá mjólkursopa hjá mömmu

Þær eru allar tvílemba og heilsast lömbunum vel. Þau eru spræk og fjörug og una hag sínum vel með mæðrum sínum í sér stíu. Alls eru um 60 fjár í húsinu og verður þeim hleypt út á tún við fjárhúsin um leið og hlýnar í lofti. Von er á næstu lömbum um mánaðarmótin og verður þá heldur betur törn hjá eigendunum við vökur og aðra vinnu sem tilheyra suðburðinum.

Styrmir Gunnar fékk að halda á lambinu Skeggja. Okkur finnst þessi fjallmyndalegi hrútur mjög líkur spæjaranum fræga, Hercules Poirot

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir