Í dag þann 06.06.2018 var nýi glæsilegi golfvöllurinn á Siglufirði opnaður. Félagsmenn golfklúbbs Siglufjarðar byrja og voru um 20 skráðir félagsmenn á vellinum í dag.
Næstu daga verður völlurinn eingöngu fyrir félagsmenn golfklúbbs Siglufjarðar, mánudaginn 11. júní verður völlurinn opnaður fyrir almenning. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um völlinn hjá Sigló Hótel.

Sjá má grunninn að nýja golfskálanum í bakgrunni

 

Fjölbreytt náttúrufegurð er við nýja golfvöllinn

 

Nú langar mig mest að henda frá mér myndavélinni og fara í golf

 

Verið er að leggja nýjan reiðstíg við golfvöllinn

 

Nýi glæsilegi golfvöllurinn er níu holur

 

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndband: N4